Bókleg fög kennd með leik og hreyfingu
Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum 2 til 12 ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leik, hreyfingu og skynjun á markvissan, faglegan og skipulagðan hátt. Á námskeiðinu eru kenndir margir leikir og unnið með margar hugmyndir sem hægt er að nýta sér strax í skólastarfinu.
- Markmið: Kynnast nýrri kennsluaðferð
- Markhópur: Allir leik- grunn- og framhaldsskólakennarar
- Lengd: 4 klst
- Gögn: Þátttakendur geta fengið gögn í tölvupósti eftir námskeiðið
Leiðbeinandi
-
Kristín Einarsdóttir Eigandi/fararstjóri
Kristín er stofnandi og eigandi Leikur að læra. Hún útskrifaðist sem íþróttakennari frá Laugarvatni árið 1992 og lauk B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræðum frá K.Í. árið 1995. Fyrstu árin eftir útskrift kenndi hún við Fellaskóla á Fljótsdalshéraði. Eftir það flutti hún til Noregs þar sem hún nam grunnfræði í ferðaþjónustu og starfaði í faginu um leið. Árið 2005 byrjaði hún að kenna við Lágafellsskóla í Mosfellsbæ og kenndi þar bókleg fög, dans og leiklist og fór að fikra sig áfram með Leik að læra. Hún flutti sig yfir í Krikaskóla þegar hann opnaði haustið 2009. Þar opnaðist henni nýr heimur þegar hún byrjaði að kenna 2-10 ára börnum bæði bókleg fög og íþróttir.