Deprecated: File class-phpmailer.php is deprecated since version 5.5.0! Use wp-includes/PHPMailer/PHPMailer.php instead. The PHPMailer class has been moved to wp-includes/PHPMailer subdirectory and now uses the PHPMailer\PHPMailer namespace. in /var/www/virtual/leikuradlaera.is/ferd/htdocs/wp-includes/functions.php on line 5574
Núvitund í lífi og starfi - Endurmenntunarferðir

Núvitund sem tól í skólastarfi

Núvitundarþjálfun (mindfulness) hjálpar okkur að öðlast almenna vellíðan, jafnvægi og hugarró. Hún felur í sér að læra að staldra við „hér og nú“ og taka eftir því sem er að gerast innra með okkur og í kringum okkur án þess að dæma. Með núvitundarþjálfun eigum við auðveldara með að takast á við verkefni, samskipti og áskoranir daglegs lífs og njóta betur líðandi stundar, hvort sem við erum börn, unglingar eða fullorðnir. Á þessu námskeiði er lögð áhersla á hagnýtar æfingar í bland við fræðslu um hvað felst í núvitund.  Auk þess er komið inn á hvernig vinna megi með núvitund með börnum og unglingum og æfingum fléttað inn fyrir ólíka aldurshópa.  

  • Markmið: Að þátttakendur nái tökum á því hvernig hægt er að beita núvitundaraðferðum til að takast á við krefjandi störf skólastarfsfólks
  • Markhópur: Allir leik- grunn- og framhaldsskólakennarar
  • Lengd: 4 klst
  • Gögn: Þátttakendur geta fengið gögn í tölvupósti eftir námskeiðið
  • Áfangastaðir: Alicante, Berlín

Leiðbeinandi

  • Bryndís Jóna Jónsdóttir Núvitund í lifi og starfi

    Bryndís Jóna er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði, MA í náms- og starfsráðgjöf og B.Ed. í grunnskólafræðum með áherslu á íþróttir og heilsu. Bryndís Jóna er viðurkenndur núvitundarkennari frá Breathworks samtökunum í Bretlandi og með kennaraþjálfun í núvitund frá Bangor University í Wales. Þá hefur hún skrifað námsefni í núvitund fyrir börn og unglinga auk þess sem hún hefur stýrt innleiðingu og þróun kennslu í núvitund og jákvæðri menntun í Flensborgarskólanum.

Önnur námskeið