Nýtum snjalltækin í skólastofunni!
Á námskeiðinu verða kynntar fjölbreyttar aðferðir til að nýta snjalltæki í skólastarfi. Kynnt verða nokkur smáforrit sem hafa reynst vel og lögð verða verkefni fyrir þátttakendur. Af mörgu er að taka og geta skólar/hópar valið áherslur og hvaða smáforrit verða kynnt. Hver skóli getur valið tvær áherslur og 4-6 smáforrit. Listi yfir áherslur og smáforrit er sendur á hópana þegar nær dregur þeirra ferð. Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með eigin spjaldtölvur/síma til að vinna á og hafi sótt þau smáforrit sem unnið verður með.
- Markmið: Hagnýtt námskeið með sniðugum lausnum
- Markhópur: Allir leik- grunn- og framhaldsskólakennarar
- Lengd: 4 klst
- Gögn: Þátttakendur geta fengið gögn í tölvupósti eftir námskeiðið