Nýtum snjalltækin í skólastofunni!

Á námskeiðinu verða kynntar fjölbreyttar aðferðir til að nýta snjalltæki í skólastarfi. Kynnt verða nokkur smáforrit sem hafa reynst vel og lögð verða verkefni fyrir þátttakendur. Af mörgu er að taka og geta skólar/hópar valið áherslur og hvaða smáforrit verða kynnt. Hver skóli getur valið tvær áherslur og 4-6 smáforrit. Listi yfir áherslur og smáforrit er sendur á hópana þegar nær dregur þeirra ferð. Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með eigin spjaldtölvur/síma til að vinna á og hafi sótt þau smáforrit sem unnið verður með.

  • Markmið: Hagnýtt námskeið með sniðugum lausnum
  • Markhópur: Allir leik- grunn- og framhaldsskólakennarar
  • Lengd: 4 klst
  • Gögn: Þátttakendur geta fengið gögn í tölvupósti eftir námskeiðið

Leiðbeinandi

  • Bjarndís Fjóla Jónsdóttir Snjalltæki í skólastarfi

    Bjarndís er hokin af reynslu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi. Hún lauk B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræðum, með upplýsingatækni sem sérsvið, og starfaði sem kennari í 9 ár, aðallega við að kenna upplýsingatækni. Síðustu þrjú ár var hún stjórnarmeðlimur í 3f (Félag um upplýsingatækni og menntun) og RANNUM (Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og menntun.) Í framhaldi af því hóf hún nám í menntastjórnun og matsfræðum, með áherslu á nýsköpun og stjórnun, og mun ljúka MA prófi næsta sumar. Sumarið 2013 var hún einn af stofnendum UT-Torgs og hefur starfað sem verkefnastjóri allar götur síðan en helsta verkefni þess er starfsþróun kennara í upplýsingatækni. UT-Torg hefur haldið fjölmörg spjaldtölvunámskeið hjá endurmenntun HÍ, HA og einkafyrirtækjum. Bjarndís starfar í dag sem verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, þar sem hún fæst við þróun kennsluhátta og upplýsingatækni í háskólakennslu.

Önnur námskeið