Bjarndís Fjóla JónsdóttirSnjalltæki í skólastarfi

    Bjarndís er hokin af reynslu þegar kemur að upplýsingatækni í skólastarfi. Hún lauk B.Ed. prófi í grunnskólakennarafræðum, með upplýsingatækni sem sérsvið, og starfaði sem kennari í 9 ár, aðallega við að kenna upplýsingatækni. Síðustu þrjú ár var hún stjórnarmeðlimur í 3f (Félag um upplýsingatækni og menntun) og RANNUM (Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og menntun.) Í framhaldi af því hóf hún nám í menntastjórnun og matsfræðum, með áherslu á nýsköpun og stjórnun, og mun ljúka MA prófi næsta sumar. Sumarið 2013 var hún einn af stofnendum UT-Torgs og hefur starfað sem verkefnastjóri allar götur síðan en helsta verkefni þess er starfsþróun kennara í upplýsingatækni. UT-Torg hefur haldið fjölmörg spjaldtölvunámskeið hjá endurmenntun HÍ, HA og einkafyrirtækjum. Bjarndís starfar í dag sem verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands, þar sem hún fæst við þróun kennsluhátta og upplýsingatækni í háskólakennslu.