Bryndís Jóna er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði, MA í náms- og starfsráðgjöf og B.Ed. í grunnskólafræðum með áherslu á íþróttir og heilsu. Bryndís Jóna er viðurkenndur núvitundarkennari frá Breathworks samtökunum í Bretlandi og með kennaraþjálfun í núvitund frá Bangor University í Wales. Þá hefur hún skrifað námsefni í núvitund fyrir börn og unglinga auk þess sem hún hefur stýrt innleiðingu og þróun kennslu í núvitund og jákvæðri menntun í Flensborgarskólanum.