Sarah Jane AnthonyEinu sinni var

    Sarah Jane Anthony er breskur leik- og grunnskólakennari. Hún hefur mikla reynslu af kennslu yngstu barnanna og hefur kennt í breskum skólum víðs vegar um Evrópu. King’s College á Alicante naut starfskrafta hennar um árabil þar sem hún var deildarstjóri. Fyrir fjórum árum lét hún svo drauminn rætast þegar hún stofnaði sinn eigin enskuskóla, Smartenglish, en hann er fyrir spænsk börn og er skólinn á Alicante. Þar kennir hún eingöngu í gegnum skapandi kennsluaðferðir. Námskeiðið Einu sinni var er haldið í skóla hennar og að sækja hann heim er upplifun út af fyrir sig.