Spennandi áfangastaðir fyrir hópinn þinn

Við bjóðum upp á skemmtilegar og fræðandi námsferðir fyrir kennara og skólastarfsfólk. Áfangastaðirnir eru borgir sem bjóða upp á allt sem þarf fyrir árangursríka upplifun og samveru. Við erum í mjög góðu sambandi við skóla á svæðinu og bjóðum upp á ýmis konar hópefli og afþreyingu.  Skoðunarferðirnar okkar eru vinsælar þar sem fræðsla og skemmtun er í fyrirrúmi. Farið er í eina eða fleiri skólaheimsóknir, á námskeið að vali þátttakenda og borgin svo skoðuð frá sjónarhóli heimamanna.

Ef þú ert með séróskir um annan áfangastað, hafðu þá samband við okkur og við munum vinna með þér til að gera það að veruleika með öllu því helsta sem gerir ferðina eftirminnilega, gagnlega og auðvelda!

Þinn óskastaður?

Hafðu samband 😉