Endurmenntunarferðir bjóða upp á faglegar, vel skipulagðar og skemmtilegar námsferðir til útlanda fyrir kennara og starfsfólk á öllum skólastigum. Fræðandi skólaheimsóknir og fagleg námskeið.

Við sjáum um allt skipulag og reynum að hafa sem mest innifalið til að styrkurinn nýtist sem best.  Við sjáum m.a um flug, hótel, rútur, námskeið, skólaheimsóknir, skoðunarferðir, hópefli og fararstjórn.

Fjölbreytt námskeið

Nánar um námskeiðin

FJÖLBREYTTUR FRÓÐLEIKUR VIÐ ALLRA HÆFI

DAGSKRÁ

Við búum til dagskrá í sameiningu.  Hún er því byggð upp allt eftir áhugasviðum og kröfum hvers hóps/skóla fyrir sig. 

KRÖFUR KÍ UM ENDURMENNTUN

Hóparnir geta því valið að fjölga námskeiðum og/ eða skolaheimsóknum til að standast kröfur Kennarasambands Íslands.

  • Leikskólastarfsfólk: 1,5 dagur (12 klst.)
  • Grunnskólastarfsfólk: 1 dagur (8 klst.)
  • Framhaldsskólastarfsfólk: 2 dagar (16 klst.)


VONARSJÓÐUR KÍ

Allar ferðir Endurmenntunarferða eru styrkhæfar hjá Vonarsjóði KÍ, sem er starfsþróunarsjóður Félags grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands.

Ánægðir viðskiptavinir

"Frábærlega vel skipulögð ferð í alla staði. Það eina sem ég þurfti að hugsa um var að koma mínu fólki í rútuna á morgnana. Snilld að það sé búið að skipuleggja allt fyrir mann."

Leikskólastjóri Leikskóli í Mosfellsbæ

"Njarðvíkurskóli hefur farið með Endurmenntunarferðum til Alicante og Berlínar. Í báðum ferðunum hafa öll samskipti við Nonna og hans fólk verið til fyrirmyndar, hvort sem það hefur verið fyrir ferðir, á stöðunum eða eftir heimkomu. Þjónustan frábær og Nonni fljótur að bregðast við ýmsum atriðum sem tengjast því að ferðast með stóran starfsmannahóp."

Njarðvíkurskóli

"Við höfum farið með Endurmenntunarferðum tvisvar erlendis í námsferðir. Þjónustan hefur verið til fyrirmyndar. Snögg að svara og allar okkar óskar hafa verið uppfylltar. Öll úrvinnsla td með styrkumsóknir og annað hafa verið frábært"

Leikskólastjóri Leikskóli á Reykjanesbæ

Fjölbreytt þjónusta Endurmenntunarferða

Við skipuleggjum einnig námsferðir innanlands

Erum í góðu samstarfi við flest stéttarfélögin

Aðstoðum við Erasmus + styrki