Iðandi mannlíf
Borg menningar og sögu
BERLÍN
Suðrænar strandir
Sólarparadís við sjóinn
ALICANTE
Finnland, Glasgow, Toronto, Orlando
Sérfræðingar í kennaraferðum
HVERT VILT ÞÚ FARA?
Námskeið sem henta öllum skólastigum
Endurmenntunarferðirnar okkar samanstanda af faglegum námskeiðum og fróðlegum skólaheimsóknum. Aðferðafræðin á námskeiðunum okkar hentar einstaklega vel fyrir kennslu sem vilja auka leik og hreyfingu í kennslu og áhuga nemenda á náminu. Starfsfólk á öllum skólastigum lærir heilmargt á námskeiðum okkar og er ekki síður lögð áhersla á skemmtanagildið en að víkka sjóndeildarhring þátttakenda.
Dagsetningar
fyrir skólarárið
2019 – 2020
Berlín Gdansk
18. – 22.okt 19. – 23.maí
20. – 24.maí 9. – 13.júni
9. – 13. júni
Alicante Helsinki
24. – 29. október 14. – 17.maí
23. – 27. apríl
9. – 13. júni



Fagleg námskeið á framandi slóðum
Endurmenntunarferðir bjóða upp á faglegar, vel skipulagðar og skemmtilegar námsferðir til útlanda fyrir kennara og starfsfólk á öllum skólastigum. Fræðandi skólaheimsóknir og fagleg námskeið.
Við sjáum um allt skipulag og reynum að hafa sem mest innifalið til að styrkurinn nýtist sem best. Við sjáum m.a um flug, hótel, rútur, námskeið, skólaheimsóknir, skoðunarferðir, hópefli og fararstjórn.

Áhugaverð viðfangsefni
Haustið 2018
Í sólina til Alicante í vetrarfríinu í október!
Í vetraleyfinu í október gefst kennurum á öllum skólastigum tækifæri til að fara til Alicante. Tvær brottfarir!
Hægt verður að fara í skólaheimsóknir og boðið verður upp á 3 námskeið. Athygli er vakin á að hægt verður að fara í námskeið í skólagolfi og einnig verður farið í sérstaka skólaheimsókn þar sem íþróttaaðstaðan verður skoðuð sérstaklega og rædd við íþróttakennarana.
Ekki missa af því að sjá Ísland keppa á heimsmeistaramóti