Málþroski og læsi í gegnum leikinn

Kennari Hlín Magnúsdóttir
Lengd: 3 klst.

Námskeiðið skiptist í tvo meginþætti, annars vegar hvernig hægt er að efla málþroska, t.d. málörvunarstundir, bækur og leikföng sem hægt er að nýta og hins vegar bernskulæsi og hvernig er hægt að efla undirstöðuþætti lestrarnámsins með fjölbreyttum og hagnýtum aðferðum, m.a. hvernig er hægt að efla hljóðkerfisvitund barna.

Áhersla verður lögð á að efla málþroskann í gegnum leikinn, og dagleg samskipti í skólaumhverfinu. Sýnt verður fá efni sem hægt er að nýta í málörvunarstundum og aðgerðaráætlanir sem gott er að grípa í, eftir skráningar á málþroska á borð við TRAS og MÍÓ, ásamt Hljóm-2.

 

Flokkur:

Lýsing

Lagður er grunnur að því hvernig starfsfólk skóla geta eflt málþroska og læsi barna með hlutbundnum, lifandi og leikandi aðferðum. Einnig eru nefndar aðferðir sem eru hugsaðar til að auka samstarf heimilis og skóla.