Skólaforðun, félagsleg færni og kulnun

Umsjón: Jóna Björg Sætran, M.Ed., PCC markþjálfi
Lengd: 3 klst

Þrjú hnitmiðuð örnámskeið og örvinnustofur þar sem þátttakendur eru virkir í að vinna með efnið sem var fjallað um í fyrirlestrunum. 10 mín. hlé er á milli örnámskeiðanna.

Lögð er áhersla á að efnismeðferðin og vinna þátttakenda nýtist þátttakendum vel við undirbúning kennslu.

 

Flokkur:

Lýsing

Örnámskeiðin 3:

Skólaforðun
Hvernig getum við greint áhættuþætti varðandi yfirvofandi skólaforðun?
Hvað getum við gert til að komast nær því að hjálpa barninu?

Félagsleg færni
Hvernig getum við stuðlað að bættri andlegri líðan og meiri gleði nemenda með aukinni áherslu á félagslega færni og jákvæð samskipti?

Kulnun í starfi
Hvernig getum við dregið úr vanlíðan, áhyggjum og kvíða starfsfólks til að komast hjá / forðast kulnun í starfi?
Hvernig getum við unnið okkur út úr kvíða og vanlíðan – og þjálfað nemendur okkar í að gera það einnig?