Hagnýt siðfræði

Kennari: Jóhann Björnsson
Lengd: 3 klst.

Í námskeiðinu Hagnýt siðfræði má velja tvær megin áherslur eða blanda þeim saman í eitt námskeið. Annars vegar er leið a) með áherslu á að þjálfa færni fagfólks í uppeldisstörfum í að takast á við siðferðileg álitamál. Hinsvegar er leið b) þar sem kynntar eru leiðir og viðfangsefni við að kenna siðfræði í grunnskólum og þá fyrst og fremst á unglingastigi.

 

Flokkur:

Lýsing

Siðfræðin er sú grein sem leitast við að greina og skilja siðferðið og tekst á við spurningar á borð við: Hvað er rétt og rangt? Hvað er gott og illt? Hvað er eftirsóknarvert? Hvernig lífi ætti ég að lifa? Með siðfræðinni er einnig reynt að finna leiðar til að bæta siðferðið. Hagnýting siðfræðinnar er meginviðfansefni námskeiðsins.

Velja má eftirfarandi leiðir a eða b eða blanda þeim saman í einu námskeiði:

a) Farið verður stuttlega í grunnþætti siðfræðinnar sem fræðigreinar en megináherslan verður á að greina siðferðileg álitamál í hversdaglegu lífi með áherslu á fagmennsku í uppeldisstörfum og þjálfa færni í að bregðast við þeim. Fjölbreytt viðfangsefni siðfræðinnar verða kynnt og ýmis siðferðileg álitamál skoðuð og rædd.

b) Hvernig kennir maður grunnskólanemendum siðfræði? Kynntar verða aðferðir og viðfangsefni sem gagnast þegar siðfræði er kennd, hvort sem hún er kennd sem sér námsgrein eða sem hluti annarra greina.