Heimspeki, gagnrýnin hugsun.

Umsjón: Jóhann Björnsson
Lengd: 3 klst

Gagnrýnin hugsun felst fyrst og fremst í því að trúa ekki öllu því sem maður upplifir án þess að skoða nánar hvað í því felst. Að þjálfa gagnrýna hugsun er mikilvægur lærdómur sem nýtist nemendum okkar mjög vel til dæmis í hröðum heimi internetsins þar sem nauðsynlegt er að vera læs og gagrýninn. Á þessu skemmtilega og hagnýta námskeiði eru grunnþættir gagnrýninnar hugsunar kynntir en þeir eru að skynja, undrast og efast, að spyrja, að mynda sér skoðun og að rökræða og rökstyðja. Kennarar læra skemmtilegar leiðir til að auka gæði spurninga í skólastarfi sem fá nemendur til að hugsa og svara á gagnrýnan hátt. Þátttakendur á námskeiðinu fá tækifæri til að skoða ýmis mál úr hversdaglegum veruleika, mynda sér skoðun og rökræða við aðra þátttakendur. Námskeiðið er góður undirbúningur til þess að innleiða frekari samræðu í skólastarf og efla gagnrýna hugsun nemenda.

Flokkur: