Verkefnamiðað nám (e. Project based learning)

Kennari: Ýmsir
Lengd: 3 klst.

Á námskeiðinu verður farið í undirstöðuatriði verkefnamiðaðs náms. Fjallað verður um gildi verkefnamiðaðs náms og hvernig það samræmist kröfum Aðalnámskrár. Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig megi búa til verkefni og skipuleggja kennslu frá A-Ö. Hvernig getum við skipulagt nám út frá markmiðum í stað kennslubóka? Hvernig háttum við námsmatinu? Hvernig komum við til móts við hvern og einn nemanda þannig að allir séu virkir þátttakendur og geti nýtt sína styrkleika? Leitast verður við að svara spurningum eins og þessum.

Flokkur:

Lýsing

Þátttakendur eru virkjaðir ásamt því að fá verkfæri sem þeir geta nýtt sér í sinni kennslu.