Tilfinningagreind. Hvaða áhrif hafa tilfinningar á ákvarðanir?

Kennari: Laura Lopez Martinez
Lengd: 3 klst.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig við getum lært að átta okkur á tilfinningum og hvaða áhrif þær hafa á ákvarðanir. Leitast er við að svara spurningum á borð við: Hvað eru tilfinningar? Hvernig nýtast þær okkur? Hvaðan koma þær? Með því að leitast við að svara þessum spurningum lærum við að skilja samband á milli hugsana og tilfinninga og kynnumst aðferðum til að beina þeim í réttan farveg.

Flokkur:

Lýsing

Námskeiðið er byggt upp á skemmtilegan og lifandi hátt í gegnum leik, tónlist og líkamlega tjáningu.