Sól,
svaladrykkir
og spennandi námskeið
Alicante er vinaleg borg á suðausturströnd Spánar sem er þekkt fyrir sínar frábæru sólarstrendur. Miðjarðarhafið leikur við borgina dag hvern í hinu fallega Costa Blanca héraði.
Þó svo að Alicante sé þekkt fyrir sólastrendur hefur hún upp á margt fleira að bjóða. Matarmenningin á Alicante er í senn vönduð og spennandi og þá er vínmenningin ekki síðri. Afþreyingarmöguleikar eru einnig fjölmargir og ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í þessari sólríku og skemmtilegu borg.
Ævintýralegir afþreyingarmöguleikar
Upplifðu borgina af alvöru
Miðaldarstemming við Miðjarðahafið
Borgin státar af ólíkum einkennum sem hvert og eitt gefur henni mikið gildi. Fyrst ber að nefna Gamla bæinn en þar sést hvað best hin glæsilega byggingalist sem er einkennandi fyrir þessa gömlu fallegu borg. Í Gamla bænum er kjörið að setjast niður og gæða sér á mat og drykk í afslöppuðu umhverfi, eða einfaldlega tylla sér á bekk og viðra fyrir sér mannlífið á sólríkri stund.
Verslaðu í leiðinni
Fjölmargt er í boði þegar kemur að verslun á Alicante. Fjölmargar búðir hjá kaupmanninum á horninu, eins og sagt er, geyma mikið úrval af vörum á mjög góðu verði. Einnig eru stórar verslunarmiðstöðvar á Alicante og má þar helst nefna Plazamar 2 en þar má finna fjölda verslana t.d. HM, Zöru, Adidas ofl. Það tekur um fjórar mínútur að ganga frá hótelinu okkar í Plazamar 2. Um 30 mínútna gangur er í aðra stóra verslunarmiðstöð, GranVia, og þar má m.a. finna Primark. Leigubíll þangað frá hótelinu kostar tæplega €10. Fyrir sportunnendur má líka nefna Nike Outlet sem er rétt fyrir utan Alicante. Þar er boðið upp á Nike fatnað á mjög góðu verði.
Hotel Maya – þitt nýja heimili!
Hótel Maya er samstarfshótelið okkar. Frábærlega staðsett og vinalegt þriggja stjörnu hótel miðsvæðis á Alicante. Aðeins um 12 mínútna gangur er á ströndina og þar er oft mikið líf og fjör með líflegum börum og veitingastöðum. Kastalinn Santa Barbara er í bakgarði hótelsins og tekur um 30 mínútur að ganga upp á hæsta punkt til að njóta útsýnisins yfir borgina. Einnig er hægt að taka lyftu upp sem kostar €2. Nauðsynlegt er að fá sér göngutúr í gamla bæinn sem er 15 mínútur frá hótelinu. Gestir okkar hafa ávallt verið ánægðir með hótelið og hrósað staðsetningu og þjónustu þess. Sundlaugagarðurinn er sérlega skemmtilegur og þar er frábært að vera í sólbaði og kæla sig svo reglulega í sundlauginni.
Skólaheimsóknir
Leikur að læra er í frábæru sambandi við marga skóla á Alicante sem taka vel á móti íslensku skólafólki. Skólarnir eru mjög mismunandi og gefa góða innsýn í þá fjölbreyttu flóru sem er í spænsku skólastarfi. Við bjóðum upp á heimsóknir í alþjóðlega og einkaskóla og ríkisrekna spænska skóla. Gestum gefst kostur á að skoða sig um og kynnast öðruvísi skólasamfélagi en þeir eru vanir. Við erum með túlka í þeim heimsóknum sem þarf og eru því skólaheimsóknir á okkar vegum eins og best verður á kosið.
Umsagnir frá ánægðu skólastarfsfólki
-
„Frábærlega vel skipulögð ferð í alla staði. Það eina sem ég þurfti að hugsa um var að koma mínu fólki í rútuna á morgnana. Snilld að það sé búið að skipuleggja allt fyrir mann.“
Viltu vita meira?
Ef þú hefur áhuga á að fara í endurmenntunarferð upp á eigin spýtur eða vilt leita eftir tilboði fyrir hópinn þinn geturðu haft samband við okkur og við svörum um hæl! Hlökkum til að heyra frá þér og vonandi verðum við saman sötrandi svaladrykki í sandinum næsta sumar!
Dagsetningar fyrir 2018:
17-22. apríl
8-12. maí
5.-10. júní
9.-16. júní