Matur,
menning
og metnaðarfull dagskrá
Leikur að læra býður upp á endurmenntunarferðir til þessarar sögufrægu borgar í Þýskalandi. Sagan lifnar við í hverju skrefi auk þess sem borgin iðar af mannlífi, veitingastöðum og verslun. Við erum í frábæru samstarfi við skóla í Berlín svo kennarar og annað starfsfólk skóla fá mikið út úr því að sækja borgina heim og kynnast þýsku skólakerfi.
Berlín er ein vinsælasta borg Evrópu og í endurmenntunarferð þangað getur þú einnig notið þeirrar miklu menningar og sögu sem borgin býr yfir og fengið eins mikið út úr ferðinni og möguleiki er á.
Ævintýralegir afþreyingarmöguleikar
Upplifðu borgina af alvöru
Mannlíf og menning
Berlín er sérstaklega þekkt fyrir sín fjölmörgu söfn og í þeim er auðvelt að gleyma stað og stund og falla fyrir leyndardómum þeirra. Gyðingasafnið, Judesches Museum, er eitt vinsælasta safn Berlínar en þar má fræðast um sögu gyðinga í Þýskalandi. Neues safnið, Altes safnið og Pergamon safnið eru öll á mynjaskrá Unesco og á þeim ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Á DDR safninu er hægt að sjá hvernig líf fólks var austan Berlínarmúrsins. Það er þó ekki nauðsynlegt að fara á safn til að sjá andstæðurnar sem voru þegar múrinn stóð, enda eru þær mjög miklar hvað byggingar borgarinnar varðar. Einn besti staðurinn til að upplifa þessar andstæður er Checkpoint Charlie.
Verslaðu í leiðinni
Í Berlín er hægt að finna fjölmargar verslanir sem Íslendingar hafa gaman að. Verslunarferð í H&M er algengur dagskrárliður í utanlandsferðum og haldið ykkur fast, það eru 28 slíkar verslanir í Berlín! Zara, Primark og C&A eru dæmi um verslanir sem eru í Berlín en þær eru í raun endalaust margar. Glæsilegar verslunarmiðstöðvar eru um alla borg og má þar nefna Alexa Mall og KaDeWe.
Fyrir þau sem hafa gaman af verslunargötum er kjörið að fara á Kurfürstendamm, Friedrichstraße, Hackescher Höfe og Hackershermarkt, svo dæmi séu tekin, en á þar er verðlagt oft lægra en í verslunarmiðstöðvum.
Byggingarsaga borgar
Torg Berlínar eru fjölmörg og mismunandi eftir því. Pariser Platz er eitt það þekktasta en við það stendur hið heimsfræga Brandenburgarhlið. Potsdamer Platz er einnig mjög áhugavert og ekki síst vegna þess að ekki er langt síðan að það var lítið annað en sandur.
Dómkirkjan í Berlín er ótrúleg bygging og hana er kjörið að skoða, stuttar raðir og margt að sjá. Kálfarnir hvílast ekki þegar Dómkirkjan er skoðuð því að til að njóta hennar sem allra best þarf að ganga fjölmargar tröppur.
Skólaheimsóknir
Leikur að læra er í frábæru samstarfi við þó nokkra skóla í Berlín og voru þeir valdir til að endurspegla þýskt menntakerfi á sem besta hátt og með það að leiðarljósi að kennarar og annað skólastarfsfólk fengi sem mest út úr heimsóknunum. Þýska skólakerfið er mjög áhugavert og er margt í því sem okkur finnst bæði framandi og spennandi. Hópar sem ferðast með okkur geta komið með óskir um hvað þeir vilja sjá og til að uppfylla ykkar þarfir finnum við rétta skólann handa ykkur. Við notum almenningssamgöngur í allar skólaheimsóknir enda er Berlín með besta lestarkerfi í heimi. Einnig er túlkur ef þess þarf í för svo enginn ætti að verða í vandræðum með að meðtaka kynningar skólanna og ættu því allir að geta notið heimsóknanna eins og best verður á kosið.
Umsagnir frá ánægðu skólastarfsfólki
-
„Frábærlega vel skipulögð ferð í alla staði. Það eina sem ég þurfti að hugsa um var að koma mínu fólki í rútuna á morgnana. Snilld að það sé búið að skipuleggja allt fyrir mann.“
Viltu vita meira?
Ef þú hefur áhuga á að fara í endurmenntunarferð upp á eigin spýtur eða vilt leita eftir tilboði fyrir hópinn þinn geturðu haft samband við okkur og við svörum um hæl! Hlökkum til að heyra frá þér og vonandi verðum við saman sötrandi svaladrykki í sandinum næsta sumar!
Dagsetningar fyrir 2018 – 2019
13. – 17. ágúst
18. – 22.október
23. – 27.febrúar
23. – 27. apríl
29. maí – 3.júni
8. – 13. júní